Hvernig virkar þetta? - Tæknistjórinn þinn

Tæknistjóri sér til þess að þín stafræn vegferð sé vel skilgreind, hagkvæm og árangursrík. Svo þú getur einbeitt þér að öðrum mikilvægum þáttum í þínum rekstri. Tæknistjóri skipuleggur fyrirsjáanlegan kostnað og örugga framtíð í upplýsingatækni. Kynntu þér hér að neðan ferlið á því hvernig við metum samstarfs grundvöll og hvað tæknistjórinn gerir.

Greining

Svo við getum skilið hvað þarf til þess að þú náir árangri, þá verðum við að greina umhverfið þitt, kröfur og væntingar. Þegar um alhliða samstarf er að ræða þá förum við djúpt ofan í saumana á þínu tækni umhverfi, ferlum og stefnu fyrirtækis.

Við byrjum alltaf á að taka almennt spjall um vonir, drauma og væntingar. Finnum út hvert markmið okkar er, við endurskoðum það svo reglulega og tryggjum að við séum á réttri braut.

  • Viltu fyrirsjáanlegan kostnað?
  • Hverjar eru áskoranir í þínu fyrirtæki?
  • Hvað þarf til að þess að ná árangri?
  • Viltu auka hagkvæmni?
  • Erum við að leysa gömul kerfi/ferli af hólmi?
  • Ertu með hugmynd sem þú vilt útfæra?

Tryggjum að það sé skýr skilningur um samstarfið og markmiðin skotheld. Við skilum þér skýrslu um hvernig við sjáum samstarfið þróast og hvernig við getum aðstoðað þig við næstu skref.

Afrakstur

  • Innsýn í fyrirtækið þitt og stefnuna
  • Lýsing á kröfum
  • Markmið skilgreind
  • Skýrsla um tækifæri við samstarf

Samstarf hefst

Þegar við hefjum samstarf þá byrjar sameiginleg gagnsókn í stafrænum málum með þér. Stundum þarf að fara rólega af stað í breytingar en oft þarf að byrja helst í gær með breytingar sem hafa setið lengi á hakanum.

Tæknistjórinn stillir upp samskiptaáætlun, bakvið hana eru reglulegir fundir og skýr samskipti um vinnuna sem hann innir af hendi.

Tæknistjórinn byrjar að vinna með þínu fólki að umbótum og verkefnum. Við skilgreinum tímalínu og mótum vegkort (e. roadmap) fyrir framtíðina.

Tæknistjórinn tryggir að þitt fólk og þjónustuaðilar þínir séu að vinna í réttum takti og á áætlun með verkefnin. Fylgjum ströngu kostnaðareftirliti.

Þú ert kominn með símanúmer sem þú getur alltaf treyst á ef það er eitthvað sem þú ert að velta fyrir þér með tæknimálin þín.

Tæknimálin þín eru í öruggum höndum.

Afrakstur

  • Samskiptaáætlun
  • Vegkort (e. roadmap)
  • Reglulegir fundir & samskipti
  • Árangur í verkefnum
  • Skipuleggjum kostnað
  • Kostnaðareftirlit

Reglulegt endurmat

Gengur okkur vel? Erum við á réttri braut. Mánaðarlega tökum við endurmat á vinnunni okkar og bætum eftir þörfum. Auðvitað högum við þessum fundum eftir stærð verkefnis en tryggjum alltaf að það er reglulegt endurmat á tæknistjóra í hverjum mánuði.

Þar sem þú greiðir mánaðarlega fyrir tæknistjórann þá gefum við þér afrakstur á hverjum mánuði — þannig vitum við að það sé raunveruleg ávöxtun á samstarfinu.

  • Rekstur. Gengur upplýsingatæknireksturinn vel? Eru notendur/viðskiptavinir ánægðir með stafræn verkfæri. Jafnvel eru tækifæri til hagræðingar með öðrum þjónustuaðilum, sjálfvirknivæðingu eða óhagkvæmir ferlar sem valda óþarfa kostnaði.
  • Þróun. Þróunarverkefnin eru þegar við erum að smíða stafræn verkfæri til að auka skilvirkni, hagræðingu eða ánægju. Erum við á áætlun með okkar þróunarverkefni eða þarf að forgangsraða betur?
  • Framtíð. Nútíma stafræn tækni breytist á hverjum degi og það getur reynst þungt að halda í við tæknina. Það má þó ekki missa dampinn, því ef við fjárfestum ekki til framtíðar verður það að skuld sem greiðar þarf seinna meir. (e. tech debt / í. tækniskuld)

Á mannamáli - Ok.. hvað gerir tæknistjórinn eiginlega?

Það getur verið flókið að útskýra verksvið tæknistjórans, er hann að fara laga tölvuna þína eða er hann að fara forrita nýja app-ið þitt, er hann að fara kenna þínu fólki trix í Excel eða tengja nýjustu kerfin þín og leysa öll vandamálin?

Hann tryggir að þú sért með allar stöður mannaðar svo ekkert af þessu stoppi þig í að ná árangri með þín stafrænu verkfæri, hann tryggir að það sé stefna og samningar til staðar. Hérna eru nokkur dæmi um hvað felst í verksviði tæknistjórans.

  • Bilað tæki Afhverju eru tölvurnar að bila? Getur verið að óskýr stefna í innkaupum eða ferli við bilun séu brotin? Tæknistjóri tryggir að það sé skilgreind stefna og að henni sé farið eftir.
  • Getur þú aðstoðað mig Þig vantar eitthvern til að spegla hugmyndir eða fá aðstoð með einföld mál. Kannski er starfsmaður hjá þér sem er stopp með tæknilega flækju sem er hægt að leysa.
  • Smíðum app Eitt app til að leysa vandamálið Við getum smíðað app! Jafnvel er til önnur hagkvæmari lausn og áhrifaríkari án þess að smíða. Tæknistjórinn er með innsýn að úrlausn.
  • Þínir þjónustuaðilar Eru þínir þjónustuaðilar að sinna þínu fyrirtæki vel? Ertu að fá þá þjónustu sem þú ert að greiða fyrir?
  • Þjónustusamningar Ertu að borga of mikið fyrir eitthvað sem gefur þér ekkert virði? Það eru oft til hagkvæmari lausnir og betri leiðir í samningagerð.
  • Mannlegi þátturinn Við erum mannleg, ekki vélmenni. Sköpum lausnir til að hjálpa okkur en ekki flækja málin. Tæknin getur verið jafn góð og hún er slæm.

Tökum spjallið og ræðum hvaða áskoranir eru í þínum rekstri.