Tæknispáin 2024

Author image

Pétur Karl, tæknistjóri hjá RNT

Er eitthvað eftir til að finna upp?

Kíkjum inn í kristalskúluna fyrir árið 2024 og reynum að átta okkur á hvert við erum að stefna. Það virðist sem svo að það sé ansi lítið eftir til að finna upp í dag, það er til "app" fyrir allt. Örugglega einhver komin með vogunarsjóðsfjárfestingu og 100 manna start-up í Sílíkon dalnum fyrir hugmyndina sem þú ert að enn að velta fyrir þér, hvort þú eigir að segja einhverjum þetta fullkomna viðskiptaleyndarmál. Eitt er víst að það er ólga í heiminum í dag; stríðsástand, efnahagur, heilbrigðisáskoranir, loftlagsástand, dýrt að lifa. Allt þetta spilar inn í stefnu og áhrif tækniframfara.

1. Fjárfesting í tækni

Ástandið í heiminum mun vara áfram út árið 2024 og það fer að hafa áhrif á fjárfestingu í tækni. Fyrirtæki munu vilja fá meira út úr fjárfestingum og átta sig á að þau eru með of mikið af stafrænum lausnum og lítið virði sem kemur frá þeim. Fyrirtæki ættu að fjárfesta í innviðum sem hafa beint áhrif á kjarnastarfsemi með snjöllum samþættingum og losa sig við "froðulausnir". Ef gervigreindin er framtíðin þá ættu að búa til góðan grunn fyrir þá framtíð.

Hraði tækniþróunar er orðinn gjörbreyttur í dag og því eru fyrirtæki að vanda sig betur við val á lausnum, þar sem það er viðbúið að þær dugi skemur en áður. Fyrirtæki sem þróa stafrænar vörur munu bæta í verulega, því núna er kominn ansi gáfaður samkeppnisaðili sem er annaðhvort hægt að missa viðskiptin til eða bæta honum við vöruna þína. 70% af nýjum start-up fyrirtækjum sem eru fjármagnaðar í fyrirtækja-hraðlinum YCombinator eru með hugmynd vöru sem er að mestu gervigreind Fjárfestingin í Sílíkon dalnum virðist vera gervigreindarmegin.

Spáin: Árið 2024 verður ár sem einkennist af raunsæi og aðhaldi á sviði stafrænna lausna. Árlegur vöxtur á fjárfestingum á IT verður undir 3%. Gartner segir 8%

2. Talað mál og tölvur

Árið 1961 reyndi IBM fyrst að tala við tölvu, tölvan þekkti 16 orð og tölustafi. Það lítur ekki út fyrir að við höfum náð miklum árangri síðan þá. Apple Siri kom út árið 2010 og átti að vera framtíðin í radd-aðstoð (e. voice assistant), Amazon Alexa kom með hvelli 2014 og virkaði vel fyrir Bandaríkjamenn. 2022 kemur ný útgáfa af tungumálalíkani frá OpenAI (ChatGPT 3.5) sem gjörbyltir leiknum og allt fer á flug.

Nýjustu vörurnar frá OpenAI sem skilja talað mál eru brautryðjandi þar sem þeir blanda þremur tæknifyrirbærum; málgreiningarvél, talgervli og tungumálalíkani, þeir kalla vöruna Whisper. Íslenska fyrirtækið Miðeind kom svo með nýja vöru árið 2023, Embla sem skilur íslensku og getur tjáð sig einnig, Miðeind hefur meðal annars unnið beint með OpenAI að stuðningi við íslenskt tungumál sem er frábært.

Spáin: Árið 2024 verður árið sem við munum byrja að tala við tækin okkar meira.

3. Gervigreindar-hype vex hratt og lendir á vegg

Stór tungumálalíkan (e. large-language model) eins og ChatGPT er þjálfað á gögnum sem eru aðgengileg á internetinu, eru í raun bara mjög góðar þekkingabankar sem skilja hvað þú ert að biðja um, þ.e þau skilja samhengi og geta veitt úrlausn með rituðu máli.

Þó virðist sem svo að það sé ótrúlega mikið hype í gangi í kringum gervigreind. Sjáum til að mynda að íslensk fyrirtæki eru farin að auglýsa eftir fólki til að starfa í máltækni. Það sem er sérstaklega áhugavert að þetta eru bara venjuleg fyrirtæki sem vilja nýta sér þessa nýju tækni. (sjá t.d starfsauglýsingu hjá Íslandsbanka)

Við munum sjái fleiri fyrirtæki fylgja eftir og gera slíkt hið sama, helsta markmiðið verður eflaust að þjálfa gervigreind á gögnum í þeirra eigu. (sjá t.d ChatGPT Enterprise). Það eru töluverð tækifæri í hagræðingu á mörgum sviðum fyrirtækja þá einna helst í þjónustu yfir vírinn, þekkingartilfærslur og greiningum.

# Replace all knowledge workers
cat /path/to/knowledge_dir/* | xargs -0 curl -X POST "YOUR_CHATGPT_ENTERPRISE_API_ENDPOINT" -H "Authorization: Bearer YOUR_API_KEY" -H "Content-Type: application/json" -d @-

Öll spjallmenni í dag sem eru ekki byggð á ChatGPT eða sambærilegu eru því miður bara alls ekki góð, fyrirtæki munu í auknum mæli segja upp núverandi samningum og uppfæra spjallmennin.

Það eru þó takmarkanir á því hversu góð gervigreindin er og ekki auðvelt að beisla tæknina, samkeppnin er þó að minnsta kosti hörð þar sem fleiri keppinautar eru komnir á markaðinn (t.d Mistral og Bard/Gemini). Það mun koma bersýnilegra í ljós að tæknin í raun lýgur oft á tíðum og hagræðir sannleikanum, það mun verða áskorun fyrir þá sem bera ábyrgð á því hvað vitræna vélin túlkar.

Spáin: Árið 2024 verður árið þar sem fyrirtæki reyna að samþætta gervigreindartækni inn í sinn rekstur, fyrir leikmanninn þá verður ekki sýnilegur munur á framþróun á gervigreind milli 2023 og 2024.

4. Alvarlegur öryggisveikleiki

Árið 2023 komu í ljós mjög alvarlegir veikleikar í bæði stýrikerfum, snjallsímum og hugbúnaði sem eru notaðir ansi víða. Góð grein frá Qualys lýsir þessu ágætlega.

Ef þitt fyrirtæki hefur ekki fjárfest í öryggismálaflokkinum nú þegar, þá er það mjög líklegt að það sé orðið of seint ef þú bregst ekki við strax.

Spáin: Árið 2024 verður árið sem við munum sjá alvarlegan öryggisveikleika beittan á ríki eða stórfyrirtæki sem hefur lamandi áhrif á rekstur þess. Vertu viss um að þú sért búin að taka nauðsynleg skref til að tryggja þitt fyrirtæki fyrir árásum.

Ekki kaupa tölvuöryggis-tryggingu, fyrir flest fyrirtæki þá hentar það ekki

5. Fyrirtæki taka skref frá skýinu

Þarftu virkilega risa skýjaumhverfi til að geta keyrt litla forritið sem þú keyptir árið 2010 og borgar fúlgur fjár í að keyra gögn heim til að geta sent þau aftur upp í skýið til að mynda rosalega flott graf? Fyrirtæki eru hægt og rólega að átta sig á að það er ekki frábær staða að vera með allt í skýinu, kostnaðarsamt og lítið virði.

Ný fyrirtæki, yngri en 3 ára eru í auknum máli eingöngu með skýjalausnir (SaaS/PaaS) og það getur verið hagkvæmt en önnur fyrirtæki með stóra tækniskuld ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þau flytja heilu umhverfin upp í skýið.

Spáin: Árið 2024 verður árið sem við sjáum hybrid-umhverfi byrja að vera vinsæl aftur. Fylgist vel með Edge AI og local AI á snjalltækjum og tölvum.

Fleiri greinar

Eru innviðir þínir klárir fyrir gervigreindarkapphlaupið?

Gervigreind mun yfirtaka hugbúnaðarsenuna á næstu árum en er þitt fyrirtæki búið að undirbúa farveginn nógu vel fyrir komandi tíma?

Lesa áfram

Tökum spjallið og ræðum hvaða áskoranir eru í þínum rekstri.