Eru innviðir þínir klárir fyrir gervigreindarkapphlaupið?

Author image

Pétur Karl, Tæknistjóri hjá RNT

Hvar eru gögnin þín?

Við vitum að gervigreind lærir af gögnum, svör hennar eru jafngóð og gögnin sem hún er þjálfuð með. Eru þín gögn nákvæm, skýr og áreiðanleg.. jafnvel tilbúin fyrir gervigreind?

Flest fyrirtæki safna gögnum með einhverjum hætti og allir gagnapunktar hafa misjafnt gildi í daglegum rekstri. Mikilvægt er að átta sig á hvar gögnin liggja og hvort það sé "gervigreindar-virði" í þeim, það getur reynst þrautinni þyngri að skilgreina og ákveða hvaða gögn það eru.

Gögn sem við framleiðum óafvitandi: Hérna eru nokkur dæmi um gögn sem fyrirtæki framleiða sjálf án þess jafnvel að átta sig á því að það er í raun að þjálfa framtíðar gervigreind fyrirtækisins:

  • Fundargerðir sem innihalda mikilvægar ákvarðanir og stefnumótun.
  • Þjónustuborð sem svarar beiðnum viðskiptavina
  • Fjárhagsgreiningar á rekstri fyrirtækis
  • Allur tölvupóstur og önnur samskipti sem er ritaður fyrir hönd fyrirtækis.

Þetta væru svokölluð "gögn innan gagna", sem skipta litlu máli í daglegum rekstri, væru ekki talin hluti af kjarnagögnum en innihalda gríðarlegt virði á hugviti fyrirtækis.

Spurningar til þín:

  1. Ertu búin að merkja þau gögn sem þú telur vera viðskiptalega mikilvæg fyrir framtíðar gervigreind?
  2. Ertu markvisst að safna þessum gögnum með ábyrgum hætti með tilliti til persónuverndar?

Kjarnakerfi: Þín kjarnakerfi eru þau kerfi sem eru viðskiptaleg mikilvæg fyrir þinn rekstur, þau framleiða einnig töluvert af gögnum. Í dag byggjum við allar gagnagreiningar eins og t.d rekstragreiningar og sölugreiningar á þeim.

Fyrirtæki elska skýrslur, mælaborð og teninga sem er hægt að nota til að greina árangur. Við fjárfestum miklum tíma og fjármagni í að smíða slíkar skýrslur til að fylgjast með og taka gagnadrifnar ákvarðanir. Hvað mun gervigreindin gera þegar hún þekkir þinn rekstur betur en skýrslunar og flottu litríku mælaborðin?

Eru þínir starfsmenn að þjálfa framtíðar gervigreind?

Innviðir hjá þínu fyrirtæki

Stafrænir innviðir þínir eru oft hlutir sem þú sérð ekki. Þetta eru tölvurnar sem reka mikilvæg kjarnakerfi, hugbúnaðurinn sem þú treystir á daglega og þjónustuaðilar þínir sem aðstoða við að halda þessu öllu gangandi. Innviðir sem eru mikilvægir fyrir þig í rekstri:

  • Gagnagrunnar sem þú safnar öllum mikilvægu gögnunum þínum.
  • Skýjið sem hýsir öll gögn og kerfi. (tölvan niðrí kjallara útí bæ)
  • Stafræn verkfæri fyrir þitt starfsfólk.
  • Tæki sem fjárfest hefur verið í eins og tölvur, prentarar, farsímar, upplýsingaskjáir.

Þessir innviðir eru hluti af þínum daglega rekstri og ef einhver stafræn eining virkar ekki sem skyldi þá hefur það áhrif á heildina. Bakvið árangursríkan rekstur liggja oft mikilvægar stoðir sem sjást ekki, mikilvægt er að huga vel að grunni á innviðum með skýrri stefnu.

Er tæknistakkurinn í þínu fyrirtæki vel skilgreindur?

Gagnastefna

Byrjum á einfaldri spurningu til þín:

Er þitt fyrirtæki með skrásettan lista um öll þau kerfi sem eru í rekstri og hvaða hlutverki þau gegna? (Veldu eða Nei)

Ef þú ert ekki nú þegar með skilgreinda gagnastefnu sem er í fullkomnun takti við stafræna stefnu þá ættir þú að byrja þar. Með skýrri gagnastefnu er næsta skref að tryggja að ferlar séu vel skilgreindir í því hvernig við drögum gögnin saman á miðlægan stað og hvernig við dreifum þeim á milli kerfa.

Ekki leyfa kerfum að spretta upp hægri vinstri inn í þínu fyrirtæki, taktu markvissar ákvarðanir að innleiða kerfi sem hafa virði fyrir þig inn í framtíðina. Settu ábyrgðaaðila á hvert kerfi og sjáðu til þess að sá aðili fylgi heildar stefnunni.

Sjálfvirknivæðing

Á síðustu árum hafa fyrirtæki fjárfest og lagt mikla áherslu á sjálfvirknivæðingu. Rándýrir RPA ferlar hafa verið smíðaðir ofan á eldri kerfi og útleitt virðislítil störf. Fyrirtæki fjárfestu í spjallmennum (e. ChatBots) áður en ChatGPT leit dagsins ljós og á einni nóttu urðu þau spjallmenni úrelt. Ný tækni vex hratt á hverjum degi, búast má við að fjárfestingar í tækni verði áhættusamari á næstu árum. Við teljum að það sama muni gerast sama fyrir dýra sjálfvirkniferla, þeir úreldast hratt með tilkomu gervigreindar.

Sjálfvirknivæðing úthýsir vinnu sem er talin henta vélmenni betur en staðreyndin er sú að flest RPA ferli og samþættingar vinna ofan á kjarnakerfi, t.d með ferla ofan á fjárhagskerfi (e. ERP). Vélmennin eru hraðari að vinna ferla sem reynist manneskjum erfið, þau eru þó háð takmörkunum á kerfinu sjálfu.

Ef þú fjárfestir miklum fjármunum í sjálfvirknivæðingu á eldri kerfi þá ertu í raun að binda það kerfi enn frekar niður þegar það kemur að útleiðingu, kostnaður eykst einnig við útleiðingu þar sem þú þarft núna að útleiða kjarnakerfi og einnig sjálfvirkniferla sem eru sérsmíðaðir gagnvart þessu eina kerfi.

Miðað við hraðann sem er í dag þá máttu búast við því að núverandi kerfi sem þú ert með í rekstri muni úreldast hratt á næstu árum, kappkosta ætti að vera með skýran og léttan arkitektúr sem er auðvelt að breyta.

Að gamni þá getum við sett eftirfarandi fram:

ISA

: Upphafleg fjárfesting í hugbúnaði.

IRPA

: Viðbótar fjárfesting í sjálfvirknivæðingu ofan á hugbúnað.

CS

: Kostnaður við útleiðingu.

d: Afskriftastuðull

Heildarfjárfesting:

TI = ISA + IRPA

Kostnaður við útleiðingu:

CS = TI × d

Er þitt fyrirtæki með réttu innviðina?

Reykjanes Tech sérhæfir sig í stefnumótun á stafrænum innviðum og stefnu. Við dáum tækni en við teljum líka að tækni er ekki alltaf rétta lausnin. Leyfðu okkur að meta þetta með þér 🚀

Fleiri greinar

Tæknispáin 2024

Hvað mun gerast í tækni 2024, er ekki örugga svarið bara gervigreind (e. AI) eða hvað? Afhverju eru fyrirtækja að ráða inn sérfræðinga með máltækni?

Lesa áfram

Tökum spjallið og ræðum hvaða áskoranir eru í þínum rekstri.